Meghan Markle hefur ásakað Victoriu Beckham um að hafa lekið fréttum um sig sem leiddu til vandræðalegra símtala á milli Harry Bretaprins og David Beckham.

Þetta kemur fram á vef The Sun en Tom Bower, sérstakur konunglegur ævisöguritari heldur þessu fram í viðtali við vefinn.

Hann segir að Harry og Meghan séu orðin háð þeirri neikvæðu umfjöllun sem birtist um þau daglega og eyði löngum kvöldstundum í það að skoða frétta og samfélagsmiðla sem birta sögur um þær.

Þau séu þá fullviss um það að einhverjir innan þeirra innsta hrings séu að birta upplýsingar um þau og grunaði Meghan sérstaklega að Victoria Beckham ætti þar í hlut.

„Harry reynir mikið að vernda Meghan og ákvað því að takast á við málið með því að hafa samband við David“ sagði ævisöguritarinn Bower í samtali við The Sun „Beckham fullvissaði Harry um að þau hefðu ekki átt í hlut og ákváðu mennirnir að viðhalda góðu sambandi. En þetta gerði samband þeirra vissulega mjög vandræðalegt um tíma“ segir hann.

Bower segir að seinna meir hafi komið fram að líklegast hafi umræddum upplýsingum verið lekið af snyrtistofu sem Meghan hafi farið á.