Meg­han Mark­­le telur að vand­ræðin við vöru­­merkja­­skráningu her­­toga­hjónanna megi al­farið rekja til hefndar­hugs bresku konung­fjöl­­skyldunnar. Þetta full­yrðir heimildar­­maður breska götu­blaðsins Daily Mail, sem sagður er náinn her­­toga­ynjunni. Her­­toga­ynjan telji að konungs­fjöl­­skyldan muni súpa seyðið vegna hegðunar sinnar.

Líkt og Frétta­blaðið hefur í­trekað greint frá hefur reynst her­­toga­hjónunum nokkuð erfitt að komast að sam­komu­lagi við bresku konungs­fjöl­­skylduna um til­­högun á vöru­­merkja­­skráningu sinni. Drottningin sam­þykkir ekki notkun orðsins „Royal“ í „Sus­­sex Royal.“

Full­yrðir heimildar­­maðurinn að Meg­han telji með­­ferðina snúast ein­­göngu um Megxit. Þær séu ekki af laga­­legum toga, líkt og drottningin haldi fram. Þannig hafa bresku her­­toga­hjónin áður sent frá sér til­­­kynningu þar sem þau hafna yfir­­ráðum konungs­fjöl­­skyldunnar yfir notkun orðsins utan breskra land­­steina.

„Konungs­veldið og ríkis­­stjórnin hafa enga lög­­sögu í notkun orðsins „royal“ er­­lendis,“ segir beinum orðum á heima­­síðu hjónanna.

„Meg­han sagði að þau hefðu ekki átt neinnar kostar völ en að gefa frá sér opin­bera yfir­­­lýsingu,“ segir heimildar­­maður breska miðilsins. Meg­han hafi sagt að her­­toga­hjónin hafi einungis bugtað sig fyrir beiðni drottningarinnar þar sem þau hafi neyðst til þess.

„Hún segir að ef ein­hver ætti að upp­­lifa sig móðgaða, að þá ættu það að vera þau. Þau ætluðu sér aldrei að græða pening á orðinu „royal“ og að gefa það í skyn að þau hafi ætlað að mis­­nota sér for­réttindi sín er fá­rán­­legt...,“ segir heimildar­­maðurinn.

„Hún sagði að á­­stæða þess að þau hefðu búið til heima­­síðuna til að byrja með, væri til þess að vera gegn­­sæ. Það sem skrifað hafi verið hafi verið skrifað í var­­færni og alls ekki til þess að skjóta á drottninguna.“

Þá segir heimildar­­maðurinn að Meg­han hafi enga trú á því að drottningin hafi sjálf fett fingur út í notkunina á orðinu. Hún telji það hafa komið frá ein­hverjum öðrum innan konungs­fjöl­­skyldunnar. Harry sé og hafi alltaf verið í upp­­á­haldi hjá Elís­betu, öðrum fjöl­­skyldu­­með­limum til mikils ama.

Hann segir þó að Meg­han sé pollró­­leg. „Hún segir að hún og Harry muni halda á­­fram að láta öfund­­sýki og smá­­mennsku fram hjá sér fara og ein­beita sér að góðu hlutunum sem þau skapi nú. Þau ætli sér að vera góðir for­eldrar Archie. Hún muni halda á­­fram að dá Harry vegna þess að af öllum, er hann heiðar­­legastur og dyggastur.“