Meg­han Mark­le hafði sitt fólk í Ameríku með í ráðum um væntan­legan sjón­varps­samning við Net­flix löngu áður en hún og Harry sögðu skilið við bresku konungs­fjöl­skylduna. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Þar er rifjað upp að hjónin hafi skrifað undir marg­milljón króna samning við Net­flix í septem­ber 2020. Hins­vegar bendi gögn sem blaðið hefur undir höndum til þess að þau hafi hafið undir­búning að heimilda­þátta­röðinni Pearl löngu fyrr.

Segir að Meg­han hafi unnið að þáttunum með David Furnish á meðan hún bjó enn í Bret­landi. Segir miðillinn að hjónin hafi átt í samninga­við­ræðum við Net­flix árið 2018.

Það var svo ekki fyrr en í janúar 2020 sem hjónin til­kynntu að þau hefðu skilið við konungs­fjöl­skylduna. Þau máttu í kjöl­farið ekki nýtast við titla sína og voru tekin af fjár­fram­lögum frá fjöl­skyldunni.

Í um­fjöllun miðilsins er haft eftir starfs­manni bresku konungs­fjöl­skyldunnar að hjónin hafi staðið í leyni­makki vegna þátta­gerðarinnar. Þá eru hjónin sögð hafa átt í við­ræðum við aðra streymis­veitu árið 2019, og að það hafi valdið titring innan fjöl­skyldunnar.