Meg­han Mark­le ætlar sér að koma hlutunum á hreint í mál­sókn sinni gegn breskum götu­blöðum en í dóms­skjölum vegna mála­ferla hennar gegn The Daily Mail og Mail on Sunday fer hún hörðum orðum um frétta­flutning miðlanna. E News greinir frá.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá á parið nú í nokkuð hat­römmu sam­bandi við bresku götu­blöðin. Harry skrifaði meðal annars ein­læga færslu þar sem hann sagði að parið væri komið með nóg. Þá sagði hann að­förina gegn Meg­han minna sig á frétta­flutning af móður sinni, Díönu prinsessu.

Miðlarnir falsi fréttir

Í dóms­skjölunum sem E news hefur undir höndum sakar Meg­han og lög­fræði­teymi hennar miðlana tvo um að falsa fréttir í við­leitni til að varpa „nei­kvæðu“ ljósi á líf hennar og lífs­stíl. Full­yrt er meðal annars að fréttir af meintum endur­bótum á Frog­mor­e óðal­setri her­toga­hjónanna hafi verið til­búningur með öllu.

Eins og greint hefur verið frá var parið sakað um mikinn fjáraustur í kjöl­far frétta af því að þau hefðu eytt fúlgu fjár í endur­bætur á óðal­setrinu. Full­yrt var að þau hefðu eytt fimm þúsund pundum í bað­kar og fimm­hundruð þúsund pundum í að hljóð­ein­angra í­búðina.

Þau hafi auk þess eytt miklum pening í að búa til jóga sal og tennis­völl, allt fyrir peninga skatt­greið­enda. Í dóms­skjölunum hafnar her­togan­ynjan þessu eins og áður segir og segir að sögurnar hafi verið skáldaðar af blaða­mönnum miðlanna. Áður­nefndir hlutir séu ekki til.

Eyddi ekki hundruðum þúsunda í barnaveislu

Þá eru jafn­framt færð fyrir því rök að birting á einka­bréfum her­toga­ynjunnar til föður síns, hafi verið gerð til þess eins að varpa nei­kvæðu ljósi á her­toga­ynjuna.

Eins og fram hefur komið sendi faðir hennar, Thomas Mark­le, bréfið sjálfur til bresku götu­blaðanna. Sagði hann að hann hafi orðið að opin­bera bréfið vegna þess að farið hafi verið með fleypur um efnis­at­riði bréfsins. Vísaði hann þar meðal annars í við­­tal við vini Meg­han. Sam­band fegðinanna hefur verið stirt í þó nokkurn tíma.

Í dóms­skjölunum gagn­rýnir Meg­han jafn­framt frétta­flutning Mail on Sunday af því að hún hefði eytt þrjú­hundruð þúsund pundum í svo­kallaða barna­veislu (e. baby shower). Full­yrt var að hún hefði boðið fjölda frægra vina sinna en ekki móður sinni.

Í skjölunum segir að full­yrðingar blaðsins um kostnaðinn séu byggðar á sandi og þá sé það sömu­leiðis ekki satt að hún hafi ekki boðið móður sinni í teitið. Þá hafi fimm­tán manns verið boðið, einungis nánum vinum og fjöl­skyldu og mikið af fólki sem her­toga­hjónin hafi þekkt í yfir tuttugu ár.

For­svars­menn blaðanna hafa full­yrt að þeir standi við frétta­flutning sinn. Ekkert hafi komið fram sem gefi til­efni til annars og að staðið verði þétt að baki blaða­manna í mála­ferlunum.