Hjart­næmt mynd­band af Meg­han Mark­le frá árinu 2012, áður en hún giftist inn í bresku konungs­fjöl­skylduna, hefur komið aftur upp á yfir­borðið. Þar tjáir hún sig um ras­ismann sem hún hefur orðið fyrir og séð í kringum sig.

Mynd­bandið var hluti af her­ferð undir nafninu #Iwont­Stand­ForRa­c­ism eða „Ég mun ekki um­bera ras­isma“. Þar segist Meg­han vona að heimurinn eigi eftir að breytast til hins betra áður en hún sjálf eignast börn.

Sá draumur hennar virðist ekki hafa ræst en nú standa yfir hörð mót­mæli í Banda­ríkjunum, heima­landi Meg­han, eftir and­lát Geor­ge Floyd, sem lést eftir að lög­reglu­maður þrengdi að öndunar­vegi hans með hné sínu í tæpar níu mínútur.

„Fyrir mér er þetta per­sónu­legt mál­efni. Ég er af tveimur kyn­þáttum svo flestir geta ekki séð ná­kvæm­lega af hvaða kyn­þáttum ég er. Því hefur mér liðið eins og flugu á vegg stærstan hluta lífs míns,“ segir Meg­han. „Og því hafa mörg meið­yrðin og virki­lega móðgandi brandarar eða upp­nefni snert mig mjög djúpt.“

„Fyrir nokkrum árum heyrði ég ein­hvern kalla móður mína n-orðinu.“