Starfs­mönnum Kensington hallar finnst Meg­han Mark­le vera „sið­blindingi og sjálfs­dýrkandi,“ að því er full­yrt er í nýrri bók eftir rit­höfundinn Robert Lacey. Í bókinni segir að starfs­fólkið hafi ekki getað beðið eftir að losna við her­toga­hjónin þau Harry og Meg­han frá Bret­landi.

Þar er full­yrt að Meg­han hafi stundað ótta­stjórnun, starfs­fólk hafi skolfið og orðið ó­glatt við til­hugsunina um að funda með her­toga­ynjunni. Meg­han er sögð hafa verið svo kröfu­hörð að hún hafi í­trekað öskrað á starfs­fólk og lagt á­kveðna starfs­menn í ein­elti.

Segir í frétt breska götu­blaðins OK! að starfs­fólkið sem Meg­han hafi beint reiði sinni að hafi í gríni sagt sig vera með­limi „Eftir­lif­enda­klúbb Sus­sex“ (e. Sus­sex Survi­vors Club). Full­yrðir Lacey í bókinni, sem sagður er hafa gríðar­góð tengsl í höllinni, að starfs­manna­stjóri hallarinnar, Jason Knauf hafi lýst yfir miklum á­hyggjum af málinu.

Hann hafi jafn­framt gengið svo langt að full­yrða í tölvu­póst­sam­skiptum sínum við annað starfs­fólk að Meg­han væri ein­fald­lega sið­blind og narsissísk. Tveir starfs­menn hafi hætt vegna hennar. „Her­toga­ynjan virðist stað­ráðin í því að hafa alltaf ein­hvern í sigtinu,“ skrifaði Knauf meðal annars.

Segir Robert að Knauf hafi fengið hverja at­huga­semdina á eftir annarri frá fólki sem hafi orðið vitni að því sem lýst er sem „ó­á­sættan­legri hegðun“ Meg­han í garð starfs­fólks. „Meg­han stjórnaði með ótta. Fjöl­margir sögðu það. Það var aldrei neitt nógu gott fyrir hana. Hún gerði lítið úr starfs­fólki á fundum, öskraði á það, tók það af tölvu­póst­listum og heimtaði svo að vita hvers vegna það hefðu ekki gert það sem það hefði verið beðið um,“ hefur höfundurinn eftir ó­nefndum starfs­manni.

Hefur áður þver­tekið fyrir svipaðar frá­sagnir

Meg­han og Harry fóru í sögu­frægt við­tal hjá Opruh Win­frey í mars síðast­liðnum þar sem Meg­han hafnaði á­sökunum um að hún hefði lagt starfs­fólk hallarinnar í ein­elti. Þá hafa hjónin áður gefið út yfir­lýsingu vegna málsins og sagt sorg­mædd yfir þeirri árás á per­sónu Meg­han sem þessar á­sakanir fela í sér.

Harry hefur lýst því hve illa Meg­han leið við hirðina. Sagðist Harry meðal annars hafa vaknað við Meg­han grátandi sér við hlið eina nóttina vegna van­líðunar.

Lýsir rit­höfundurinn því í þessari nýju bók að Meg­han hafi meðal annars eitt sinn sagt við starfs­fólk að það „væri ekki í hennar verka­hring að dekra við fólk.“ Er hún sögð hafa látið orðin falla þegar starfs­maður spurði hana beint út í með­ferð hennar á starfs­fólki.

Þá full­yrðir höfundurinn að Knauf hafi í fyrstu verið á bandi Meg­han. Hann hafi í­trekað að­stoðað hjónin, meðal annars við að skrifa frétta­til­kynningu Harry til breskra miðla vegna með­ferðar þeirra á her­toga­ynjunni. Álit Knauf hafi hins­vegar breyst á Meg­han á nokkrum mánuðum, þar sem stöðugt fleiri starfs­menn hafi rætt ó­boð­lega hegðun hennar.

Er einn starfs­maður sagður hafa lýst því að hann „hafi ekki getað hætt að skjálfa“ áður en hann þurfti að ræða við Meg­han. Er annar sagður hafa lýst því yfir að sér hafi orðið ó­glatt af stressi í að­draganda sam­skipta við her­toga­ynjuna. „Fólki fannst hún valta yfir sig. Það vissi ekki hvernig það ætti að höndla þessa konu.“