Meghan Markle og Kate Middleton sáust hlægja og gantast á úrslitaleik kvenna í Wimbledon í dag. Stöllurnar virðast vera staðráðnar í að grafa stríðsöxina en þetta er í annað sinn í vikuna sem þær eru myndaðar saman.

Meghan og Kate fylgdust spenntar með úrslitaleik kvenna á Wimbledon þar sem vinkona Meghan, Serena Williams att kappi við Simona Halep. Halep hreppti bikarinn en það sló ekki á gleðina hjá prinsessunum.

Óvinsæl uppákoma

Þetta var í annað sinn sem Meghan fylgdist með Serena spila á Wimbledon mótinu í ár en hún var harðlega gagnrýnd fyrir framför sína á síðasta leik. Meghan mætti þá í gallabuxum á svæði þar sem reglur bönnuðu slíkan klæðnað og bað lífverði sína um að banna aðdáendum að mynda sig. Skemmtilegar myndir náðust af henni með Kate mágkonu sinni í dag.

Hér má sjá vinkonurnar á gleðilegu augnabili með Pippa Middleton, systur Kate.
Fréttablaðið/Getty
Það var mikið hlegið á úrslitaleik Wimbledon í dag.
Fréttablaðið/Getty
Þær voru báðar glæsilegar í áhorfendastúkunni í dag.
Fréttablaðið/Getty