Meghan Markle og Kate Middleton fylgdust með eiginmönnum sínum, prinsunum Harry og William, í konunglegum pólóleik í Wokinham á miðvikudaginn.

Meghan mætti með tveggja mánaða gamlan son sinn, Archie, sem skírður var í síðustu viku, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er myndaður á almannafæri með systkinabörnum sínum, Georg, Charlotte og Lois.

Ekkert ósætti sýnilegt

Gleðin virðist hafa ráðið völdum þrátt fyrir orðróma um ósætti milli mágkvennanna Meghan og Kate, en hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá viðburðinum.

Priinsarnir William og Harry keppa í póló
Fréttablaðið/Getty
Kate, Louis, Georg og Charlotte taka sér pásu frá leiknum.
Fréttablaðið/Getty
Meghan og Harry með Archie litla eftir leikinn,
Fréttablaðið/Getty