Harry Bretaprins og Meghan Markle vilja selja villuna sína í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þar sem þau eru ekki nægilega ánægð með húsið eða staðsetninguna, samkvæmt breska tímaritinu The Mirror.
Villan er metin á 14,5 milljónir dollara, tæplega tvo milljarða íslenskra króna. Parið keypti hana fyrir átján mánuðum fyrir stækkandi fjölskyldu sína. Þau eiga núna tvö börn, Archie sem er orðinn tveggja ára og Lilibet sem er núna sex mánaða.
Heimilið er með því glæsilegra en þar eru níu svefnherbergi, sextán baðherbergi, fimm bíla bílskúr, bókasafn, heilsulind, bíósalur, leikherbergi, íþróttasalur, sundlaug og tennisvöllur. Lóðin er 7.5 ekrur en heimildir herma að Meghan og Harry finnist hverfið vera aðeins of fínt.


