Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le vilja selja villuna sína í Kali­forníu-fylki Banda­ríkjanna þar sem þau eru ekki nægi­lega á­nægð með húsið eða stað­setninguna, sam­kvæmt breska tíma­ritinu The Mirror.

Villan er metin á 14,5 milljónir dollara, tæp­lega tvo milljarða ís­lenskra króna. Parið keypti hana fyrir á­tján mánuðum fyrir stækkandi fjöl­skyldu sína. Þau eiga núna tvö börn, Archie sem er orðinn tveggja ára og Lili­bet sem er núna sex mánaða.

Heimilið er með því glæsi­legra en þar eru níu svefn­her­bergi, sex­tán bað­her­bergi, fimm bíla bíl­skúr, bóka­safn, heilsu­lind, bíó­salur, leik­her­bergi, í­þrótta­salur, sund­laug og tennis­völlur. Lóðin er 7.5 ekrur en heimildir herma að Meg­han og Harry finnist hverfið vera að­eins of fínt.

Mynd/Google
Mynd/Google
Fréttablaðið/Getty