Líf­vörður her­toga­hjónanna Harry og Meg­han sem fylgdi þeim eftir í London borg á dögunum er fyrr­verandi lög­reglu­maður og dæmdur of­beldis­maður, að því er breska blaðið Daily Mail greinir frá.

Blaðið birtir myndir af hjónunum með líf­verðinum, hinum 51 ára gamla Pere Daobry og segir að Daobry hafi árið 2016 hlotið dóm fyrir að hafa ráðist á eigin­konu sína Söruh Jay eftir að hún sagðist ekki elska hann lengur.

Segir blaðið að Daobry hafi tekið eigin­konu sína háls­taki þar til hún var nær dauða en lífi en síðar hringt á neyðar­línuna og þannig sloppið við fangelsis­vist þrátt fyrir dóm. Kemur fram í um­fjöllun miðilsins að eigin­kona hans Sarah Jay hafi skömmu síðar tekið eigið líf.

Lætur blaðið þess getið að Peter hafi verið rekinn úr lög­reglunni í kjöl­far þess að hafa fengið 12 vikna skil­orðs­bundinn dóm og 200 klukku­stundir af sam­fé­lags­þjónustu. Hann hafi á­vallt neitað því að hafa ætlað að beita eigin­konu sína of­beldi en hún hafi hins­vegar sagt hann hafa verið veikan á geði.

Peter hafi að því loknu fengið starf hjá al­þjóð­legu líf­varða­fyrir­tæki, sem Harry og Meg­han hafi meðal annars keypt þjónustu af. Hann hafi meðal annars fylgt þeim til New York og ferðast með Harry til Las Vegas svo fátt eitt sé nefnt.

Mikil um­ræða hefur verið um öryggis­mál hjónanna, sem lýst hafa yfir miklum von­brigðum með á­kvörðun konungs­fjöl­skyldunnar um að halda ekki á­fram að greiða fyrir vernd þeirra eftir að þau sögðu skilið við konungs­fjöl­skylduna árið 2020. Sagði Harry meðal annars við Opruh Win­frey í fyrra að sér þætti eins og fjöl­skyldan skeytti engu um öryggi sitt, eigin­konu sinnar og barna sinna.

DailyMail/Skjáskot