Her­toga­hjónin af Sus­sex, Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le, eru komin með nýjan Insta­gram að­gang undir not­enda­nafninu @sus­sex­royal en fyrsta færslan var sett inn í gær þar sem til­kynnt var um stofnun að­gangsins og eru skemmti­legar myndir frá ferða­lögum parsins í færslunni.

„Vel­komin á opin­beru Insta­gram síðuna okkar. Við hlökkum til að deila vinnunni sem drífur okkur á­fram, mál­staðina sem við styðjum, mikil­vægum til­kynningum og tæki­færinu til að varpa ljósi á mikil­væg mál­efni. Við þökkum fyrir stuðninginn og bjóðum ykkur vel­komin á @sus­sex­royal. - Harry & Meg­han.“

Á þeim ní­tján klukku­stundum sem að­gangurinn hefur verið til hefur hann fengið 2,2 milljónir fylgj­enda. Rúm­lega mánuður er síðan að breska konungs­fjöl­skyldan til­kynnti að Harry og Meg­han myndu fá sitt eigið starfs­fólk óháð her­toga­hjónunum af Cam­brid­ge, það er að segja Willi­am Breta­prinsi og Kate Midd­let­on.

Starfs­fólk hjónanna var skipað af drottningunni og Karli Breta­prinsi, sem neituðu beiðni hjónanna sem báðu um að starfs­fólkið yrði óháð Bucking­ham höll. Með nýju starfs­fólki og Insta­gram að­gangi geta hjónin því byggt eigin í­mynd sér­stak­lega í ljósi þess að barn þeirra er væntan­legt í heiminn á næstu vikum.