Hertogahjónin Meghan Markle og Harry prins hringdu níu sinnum í lögregluna á jafn mörgum mánuðum. Lögregla vitjaði þeirra hjóna í glæsihýsi þeirra í Montecito í Kaliforníu í öll skiptin og handtóku í eitt skipti innbrotsþjóf.
Upplýsingar um lögregluvitjanir til hjónanna voru birtar eftir að Harry og Meghan sögðust óttast um öryggi sitt í viðtali við þáttastjórnandann Oprah Winfrey.
Fram kom að lögreglan í Santa Barbara hafi fjórum sinnum farið að húsi hjónanna í júlí, stuttu eftir að þau fluttu til Montecito. Þar á undan hafði litla fjölskyldan dvalið tímabundið í Los Angeles áður en þau fjárfestu í hundruð milljón króna glæsihýsi sínu.
Einnig bárust tilkynningar til lögreglu í ágúst, nóvember og nú síðast í febrúar. Á jóladag var síðan kallað til lögreglu eftir að maður kom í óleyfi inn á lóð hjónanna. Maðurinn sem um var að ræða heitir Nickolas Brooks og kvaðst hafa verið í vímu þegar hann náðist á heimili hjónanna um jólin.
