Her­toga­hjónin af Sus­sex, Harry og Meg­han, í­huga að flytja vistar­verur sínar til Banda­ríkjanna, að sögn breskra fjöl­miðla. Hjónin hafa skipu­lagt ferð til Kali­forníu í næsta mánuði, að því er talið er í þeim til­gangi að finna sér nýtt heimili. Þau munu þó enn hafa að­setur í Bret­landi.

Meg­han, sem er fædd og upp­alin í Kali­forníu, lýsti í ný­legri heimildar­mynd að um­fjöllun fjöl­miðla hafi haft teljandi á­hrif á sálar­líf sitt. Þau hjónin sögðust bæði vilja flytja frá Bret­landi og ferðuðust meðal annars til Suður-Afríku þar sem þau leituðu sér að nýju heimili.

Þau á­form virðast hins vegar hafa farið um þúfur því þau hafa skipu­lagt ferða­lag til Banda­ríkjanna í nóvember og full­yrða breskir fjöl­miðlar að á­stæðan séu fyrir­hugaðir flutningar þeirra. Þetta verður í fyrsta sinn sem Archie litli, sonur þeirra, fær að upp­lifa heima­slóðir móður sinnar en fjöl­skyldan hyggst verja þakkar­gjörðar­há­tíðinni með móður Meg­han.

Breskir fjöl­miðlar segjast jafn­framt hafa heimildir fyrir því að konungs­fjöl­skyldan sé afar á­hyggju­full yfir á­formum hjónanna um að flytja af landi brott og telja að um sé að ræða vís­bendingu um að hjónin vilji losna undan konung­legum skyldum sínum.