Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins eru í gírnum til að eignast annað barn mjög fljót­lega ef marka má banda­ríska slúður­miðla.

Eins og fram hefur komið búa hjónin nú í Kali­forníu og ef marka má heimildar­menn slúður­miðlanna ætla þau að gera Archie litla að stóra bróður von bráðar. Parið hefur nýtt frelsið vel í Banda­ríkjunum og meðal annars tjáð sig um for­seta­kosningarnar.

„Nú þegar þau hafa komið sér fyrir á nýju heimili og í öllu hinu og allt gengur vel, þá hefur Meg­han sagt Harry að það sé kominn barn­eigna­tími. Hún er til­búin í að verða móðir aftur og getur ekki beðið!“ segir ó­nafn­greindur heimildar­maður miðlanna.

Hann segir að Meg­han elski að vera móir litla Archie. Harry sé jafn­framt ein­stak­lega hamingju­samur og elski föður­hlut­verkið.

„Meg­han er þess full­viss um að þau ráði við annað barn og telur að það myndi færa þeim jafn­vel enn meiri hamingju. Bæði hún og Harry eru spennt fyrir næsta skrefi fjöl­skyldunnar,“ segir heimildar­maðurinn.

„Meg­han vildi koma Archie fyrir fyrst og klára sín fyrstu skref hvaða varðar ferilinn. Þegar það var allt klárt, sagði hún Harry að allt væri til­búið fyrir það næsta.“