Her­toga­hjónin Harry og Meg­han hafa gefið út opin­bera við­vörun til fjöl­miðla eftir að myndir voru birtar af Meg­han þar sem hún var á vappi í Kanada. Myndirnar voru teknar af pappa­rössum og segir parið að þeir hafi meðal annars leynst í runnum til að taka myndirnar. BBC greinir frá.

Líkt og Frétta­blaðið hefur í­trekað greint frá eiga hjónin nú í frekar harð­vítugum deilum við breska fjöl­miðla. Allt stefnir í að faðir Meg­han, Thomas Mark­le, verði fenginn til að bera vitni gegn dóttur sinni, í máli hennar gegn breska blaðinu Mail on Sunday.

Eins og áður hefur verið sagt frá hafa myndirnar af Meg­han, þar sem hún var úti að ganga og haldandi á Archie, vakið gríðar­lega mikla at­hygli. Lög­fræðingar hjónanna segja ljóst að svo­kallaðir papparassar hafi falið sig í runnum til að taka myndirnar. Myndirnar hafi ekki verið teknar með leyfi her­toga­ynjunnar.

Þá full­yrðir parið að það sé reiðu­búið til þess að grípa til laga­legra úr­ræða ef fjöl­miðlar hætti ekki á­sælni sinni í upp­lýsingar um parið. Kemur fram í frétt BBC að parinu hafi verið brugðið eftir birtingu myndanna.

Þá segja lög­fræðingar þeirra að papparassar hafi einnig reynt að ná myndum innan úr húsi þeirra með sér­stökum linsum. Saka þeir ljós­myndarana um að sitja um hús þeirra öllum stundum.

Í frétt BBC kemur fram að sam­kvæmt lögum í Bresku Kólumbíu séu mögu­lega for­sendur fyrir mála­til­búnaði her­toga­ynjunnar á hendur fjöl­miðlanna. Það er að segja ef hún getur sýnt fram á að einka­líf hennar hafi ekki verið virt, þrátt fyrir að tjáningar­frelsi sé tryggt í kanadískum lögum.

Myndirnar voru teknar síðasta mánu­dag af Meg­han. Þar var hún á Vancou­ver eyju með hundanna sína og Archie. Harry sjálfur mætti svo til Kanada að nýju í gær.