Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins eru gagn­rýnd af breskum götu­blöðum fyrir fjáraustur í endur­bætur á Frog­mor­e óðalinu sínu og þá eru þau einnig gagn­rýnd fyrir það sem kallað er „ó­þarfa leyndar­hyggju,“ en banda­ríski slúður­miðillinn E News tekur saman styrinn sem hefur staðið um parið. Um­bætur á húsinu þeirra hafa kostað um þrjár milljónir punda og er um skatt­fé al­mennings að ræða.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá skírðu þau son sinn, Archie, síðustu helgi og vakti skírnin vita­skuld heims­at­hygli. At­höfnin var þó höfð lítil eins og hefð er fyrir í konungs­fjöl­skyldunni, en það vakti samt sem áður at­hygli fjöl­miðla hve mikil leynd ríkti yfir at­höfninni og að enn hefur ekki verið gefið upp hverjir eru guð­for­eldrar.

„Ég hef flutt fréttir af fimm eða sex konung­legum skírnum á ferlinum og ég hef aldrei upp­lifað eins mikla leyndar­hyggju,“ segir Ingrid Seward, rit­stjóri tíma­ritsins Maje­sty. Er haft eftir ó­nefndum heimildar­mönnum E News að það pirri marga í Bret­landi að Harry og Meg­han hafi eytt rúmum þremur milljónum punda í endur­bætur á óðal­setri sínu af al­manna­fé, á sama tíma og þau neiti að leyfa al­menningi að fylgjast með lífi sínu sem með­limir konungs­fjöl­skyldunnar.

„Þau geta ekki fengið bæði,“ segir Penny Juni­or, ævi­sagna­rit­höfundur sem sér­hæfir sig í konungs­fólki. „Annað­hvort eru þau al­gjör­lega út af fyrir sig, borga fyrir sitt eigið hús og hverfa úr al­manna­sjónum eða spila leikinn eins og leikurinn er spilaður.“

Tekið er fram í um­fjöllun E News að gagn­rýnin sé að mörgu leyti ó­sann­gjörn á þeim for­sendum að konungs­fjöl­skyldan afli breska ríkinu á sama tíma mikilla tekna. Og þá séu Meg­han og Harry dug­leg að koma fram á opin­berum vett­vangi og styðja ýmis­leg góð­gerðar­sam­tök.

Pirringsins gætir samt á blöðum götu­blaðanna en sjón­varps­maðurinn Pi­ers Morgan vakti meðal annars at­hygli á hneykslan sinni vegna parsins í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Meg­han Mark­le og starfs­lið hennar fyrir að koma í veg fyrir að al­menningur myndaði hana og vin­konur hennar á Wimbledon.