Her­toga­hjónin af Sus­sex hafa nú misst titla sína og munu ekki sinna neinum störfum fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna. Þetta kemur fram í til­kynningu frá konungs­fjöl­skyldunni í dag.

„Harry, Meg­han og Archie munu alltaf vera elskuð af okkur og til­heyra þessari fjöl­skyldu,“ sagði Eng­lands­drottning í til­kynningu. „Ég geri mér grein fyrir þeim vanda­málum sem þau hafa verið‘ að kljást við vegna sviðs­ljóssins sem þau hafa verið í og styð þau í á­kvörðun sinni um að vilja lifa sjálf­stæðara lífi.“


Drottningin bætti því svo við að‘ hún væri sér­stak­lega stolt af því hvernig Meg­han varð hluti af fjöl­skyldunni. Hjónin munu þá endur­greiða kostnað vegna bóta á Frog­mor­e-húsinu þar sem þau munu búa í Bret­landi.


Þau greindu frá því í byrjun mánaðar að þau vildu draga sig úr fram­línu konungs­fjöl­skyldunnar og eyða meiri tíma í Kanada á meðan þau yrðu fjár­hags­lega sjálf­stæð. Undan­farna daga hefur konungs­fjöl­skyldan unnið að því að finna lausn á máli þeirra hjóna og er niður­staðan sú að þau fá ekki lengur að bera titla sína sem her­toga­hjón.

Frétt BBC.