Fölsuð við­töl og stuðnings­yfir­lýsingar her­toga­hjónanna Harry og Meg­han þar sem lítur út fyrir að þau hvetji til fjár­festinga tengdum Bitcoin raf­myntinni er nú í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum. Bresk fjár­mála­yfir­völd vara al­menning við og hafa miklar á­hyggjur af málinu.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að oft séu birtar heilu fals­fréttirnar af meintum stór­kaupum her­toga­hjónanna á Bitcoin markaðnum. Þá líta fréttirnar út fyrir að vera birtar af breskum miðlum eins og Daily Mail, BBC, The Sun og Guar­dian.

BBC hefur eftir Matt­hew Up­ton hjá neyt­enda­sam­tökum þar ytra að af­leiðingar slíkra svindla geti verið gígantískar fyrir fólk. Slíkt hafi stöðugt aukist að fólk sé fengið til að fjár­festa pening sínum í alls­konar svindl.

„Af­leiðingarnar eru hræði­legar og þessar fals­fréttir og fals­aug­lýsingar verða stöðugt betri og raun­veru­legri þannig að fólk hrein­lega er miður sín að það hafi látið plata sig og hafa það jafn­vel ekki í sér að segja fjöl­skyldum sínum og vinum hvað hafi komið fyrir.“

Bresk stjórnvöld biðla til Breta um að varast slíkar falsfréttir eins og þessa.