Fölsuð viðtöl og stuðningsyfirlýsingar hertogahjónanna Harry og Meghan þar sem lítur út fyrir að þau hvetji til fjárfestinga tengdum Bitcoin rafmyntinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. Bresk fjármálayfirvöld vara almenning við og hafa miklar áhyggjur af málinu.
Í umfjöllun BBC kemur fram að oft séu birtar heilu falsfréttirnar af meintum stórkaupum hertogahjónanna á Bitcoin markaðnum. Þá líta fréttirnar út fyrir að vera birtar af breskum miðlum eins og Daily Mail, BBC, The Sun og Guardian.
BBC hefur eftir Matthew Upton hjá neytendasamtökum þar ytra að afleiðingar slíkra svindla geti verið gígantískar fyrir fólk. Slíkt hafi stöðugt aukist að fólk sé fengið til að fjárfesta pening sínum í allskonar svindl.
„Afleiðingarnar eru hræðilegar og þessar falsfréttir og falsauglýsingar verða stöðugt betri og raunverulegri þannig að fólk hreinlega er miður sín að það hafi látið plata sig og hafa það jafnvel ekki í sér að segja fjölskyldum sínum og vinum hvað hafi komið fyrir.“
