Meghan Markle og Prins Harry eiga von á sínu öðru barni. Í yfirlýsingu frá parinu segir að Archie sé að verða stóri bróðir
„Við getum staðfesta að Archie er að verða stóri bróðir. Hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru himinnlifandi að eiga von á sínu öðru barni,“ segir í yfirlýsingu þeirra.
Ekki er enn vitað hvenær nákvæmlega von er á barninu eða hvort það er strákur eða stelpa. Gera má þó ráð fyrir því að barnið fæðist einhvern tímann á þessu ári. Greint er frá á BBC og E News.
Ekki er langt síðan Markle greindi frá því að þau hafi upplifað fósturmissi í júlí í fyrra.
„Ég vissi að á meðan ég hélt á fyrsta barninu mínu væri ég að missa annað barnið mitt,“ sagði hún í einlægri færslu sem hún deildi þá um málið.
Parið flutti til Bandaríkjanna fyrir um ári síðan eftir að þau yfirgáfu bresku konungsfjölskylduna.
Fréttin hefur verið uppfærð.