Meghan Markle og Harry Bretaprins birtu í dag mynd af syni sínum Archie í fangi föður síns í tilefni af feðradeginum sem haldinn er hátíðlegur í Bretlandi í dag. Um er að ræða fyrstu myndina af hinum sex vikna gamla Archie þar sem hann er með augun opin.

Myndina birtu hjónin á Instagram-reikningi sínum í dag en í síðasta mánuði birti Megan mynd af fótum Archie við svipað tilefni, á hinum bandaríska mæðradegi. Á myndinni má sjá giftingarhring Harrys og Archie litla sem grípur um fingur föður síns.

William Bretaprins og eiginkona hans Catherine birtu einnig mynd á Instagram í dag af William ásamt yngsta syni sínum, Louis.

View this post on Instagram

Happy Father’s Day!

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on

Faðir Harrys og Williams, Charles, birti þá mynd af sér ásamt sonum sínum þar sem þeir standa glottandi í görðum Buckingham-hallarinnar.