Her­toga­hjónin Meg­han og Harry hafa birt fyrstu opin­beru myndina af dóttur sinni, hinni sex mánaða gömlu Lili­bet. Hana má sjá á glæ­nýju jóla­korti frá fjöl­skyldunni.

Á jóla­kortinu má sjá Meg­han halda á Lili­bet á fal­legri stundu á meðan hinn tveggja ára gamli Archie situr hjá föður sínum Harry. Öll eru þau í galla­buxum.

„Á þessu ári 2021 buðum við dóttur okkar Lili­bet vel­komna í heiminn,“ segir á jóla­kortinu. „Archie gerði okkur að „mömmu og pabba“ en Lili gerði okkur að fjöl­skyldu.

Lili­bet fæddist þann 4. júní síðast­liðinn á Santa Barbara sjúkra­húsinu í Kali­forníu­ríki, þar sem for­eldrar hennar búa. Hún er sú áttunda í erfða­röðinni að bresku krúnunni.