Konungshöll Bretlands hefur staðfest að Meghan Markle fari ásamt eiginmanni sínum, Harry prins, á frumsýningu Lion King í London á sunnudaginn.

Ekki er víst að konunglega parið steli senunni þar sem stjörnur á borð við Beyoncé, Donald Glover, Pharrell Williams og Elton John verða líklega á svæðinu.

Beyonce stillti sér upp fyrir framan Meghan

Ekki er ýkja langt síðan að Beyoncé og eiginmaður hennar Jay Z stilltu sér upp fyrir framan portrett af nýlegum meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar, Meghan, á BRIT verðlaununum.

Þetta verður mögulega kjörið tækifæri fyrir Meghan og Beyoncé til að hittast loks í eigin persónu.

Beyoncé og Jay Z fyrir framan portrett af Meghan á BRIT verðlaununum.
Mynd/Instagram