Meg­han Mark­le mun hætta með Harry Breta­prins áður en langt um líður. Þetta segist hálf­bróðir hennar Thomas Mark­le yngri vera full­viss um, að því er fram kemur á vef breska götu­blaðsins The Sun.

Thomas, sem er veru­lega í nöp við systur sína, segir að hún hafi gengið yfir fyrr­verandi eigin­mann sinn, kvik­mynda­fram­leiðandann Tre­vor Engel­son, á „skítugum skónum,“ eins og hann lýsir því. Hann segist full­viss um að hún komi þannig fram við Harry.

Hjóna­band Meg­han og Engel­son varði einungis í tvö ár. Thomas er þátt­takandi í áströlsku raun­veru­leikasseríunni Big Brot­her og virðist hann ætla að láta gamminn geysa um systur sína þar.

Í um­fjöllun The Sun er tekið fram að syst­kinin séu alls ekki náinn. Þá er ekki vitað hversu mikið hann raun­veru­lega veit um fyrrum hjóna­band hennar.

„Þessi maður sem hún var gift, hún gekk bara yfir hann á skítugum skónum og lét hann svo fjúka,“ segir bróðirinn. Harry sé næstur.