Banda­ríska her­toga­ynjan Meg­han Mark­le hefur lagt inn form­lega kvörtun til breska ríkis­út­varpsins vegna orða­lags í frétta­um­fjöllun um sigur hennar í mála­ferlum gegn breska götu­blaðinu Daily Mail.

Í um­fjöllun The Sun um málið segir að her­toga­ynjan geri at­huga­semdir við orða­lag sjón­varps­mannsins Amol Rajan í heimildar­mynd BBC um mála­ferli hennar. Sagði Amol í myndinni að her­toganyjan hefði beðist af­sökunar á því að hafa af­vega­leitt dómara í málinu.

Ræddi Amol þar full­yrðingar Meg­han Mark­le um að hún hefði hvergi komið nærri skrifum rit­höfundarins Omid Scobie sem skrifaði bókina Finding Freedom um hjónin. Síðar full­yrti Jason Knaupf, fyrr­verandi fjöl­miðla­full­trúi Meg­han að hann hefði þvert á móti átt milli­göngu um að koma á­bendingum til Scobie vegna bókarinnar.

BBC leið­rétti um­mælin

Í kjöl­far um­mæla Amol kvartaði Meg­han. Hefur BBC nú sent frá sér yfir­lýsingu þar sem um­mælin hafa verið leið­rétt.

„Her­toga­ynjan af Sus­sex hefur beðið okkur um að koma því á hreint að hún bað dómara af­sökunar fyrir að muna ekki eftir tölvu­póst­sam­skiptum sínum við fyrr­verandi fjöl­miðla­full­trúa sinn Jason Knauf þegar hún bar á borð sönnunar­gögn og sagðist ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dómurunum.“