Meg­han Mark­le, her­togynjan af Sues­sex og eigin­kona Harry Breta­prins hefur verið kærð af hálf­systur sinni, Samantha Mark­le fyrir meið­yrði sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hálfu her­toga­ynjunnar í við­tali við Oprah Win­frey samkvæmt frétt Page Six. Hún krefst þess að fá 75.000 dollara í skaða­bætur.

Samantha á­sakar hálf­systur sína um æru­meiðandi um­mæli þegar Meg­han sagði hún væri einka­barn og um hve­nær þær systur hittust síðast, en með því telur Samantha að hálf­systir sín sé að halda þvi fram að þær hafi aldrei þekkt hvor aðra og að Samantha sé því að selja lyga­sögur til fjöl­miðla um sam­band þeirra.

Einnig á­sakar hún hálf­systur sína um æru­meiðandi um­mæli í garð föður þeirra, Thomas Mark­le en sam­band hans og Meg­han hefur verið mikið í um­ræðunni undan­farin ár.

Þá telur hún einnig að Meg­han hafi birt og dreift lygum um hana í bókinni „Finding Freedom“ sem var gefin út árið 2020.

Michael Kump, lög­maður Meg­han gaf frá sér yfir­lýsingu þar sem hann segir „Þessi á­stæðu­lausa og fá­rán­lega máls­sókn er á­fram­hald á mynstri af ó­hugnan­legri hegðun. Við munum veita þessu eins litla at­hygli og við getum, sem er eina sem þessi mál­sókn á skilið“.