Meghan Markle, hertogynjan af Suessex og eiginkona Harry Bretaprins hefur verið kærð af hálfsystur sinni, Samantha Markle fyrir meiðyrði sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hálfu hertogaynjunnar í viðtali við Oprah Winfrey samkvæmt frétt Page Six. Hún krefst þess að fá 75.000 dollara í skaðabætur.
Samantha ásakar hálfsystur sína um ærumeiðandi ummæli þegar Meghan sagði hún væri einkabarn og um hvenær þær systur hittust síðast, en með því telur Samantha að hálfsystir sín sé að halda þvi fram að þær hafi aldrei þekkt hvor aðra og að Samantha sé því að selja lygasögur til fjölmiðla um samband þeirra.
Einnig ásakar hún hálfsystur sína um ærumeiðandi ummæli í garð föður þeirra, Thomas Markle en samband hans og Meghan hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár.
Þá telur hún einnig að Meghan hafi birt og dreift lygum um hana í bókinni „Finding Freedom“ sem var gefin út árið 2020.
Michael Kump, lögmaður Meghan gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir „Þessi ástæðulausa og fáránlega málssókn er áframhald á mynstri af óhugnanlegri hegðun. Við munum veita þessu eins litla athygli og við getum, sem er eina sem þessi málsókn á skilið“.