Meg­han Mark­le mætti ekki á krísu­fund bresku konungs­fjöl­skyldunnar sem fram fór í gær, að því er full­yrt í frétt breska blaðsins Metro. Áður hafði heimildum breskra miðla borið saman um að Meg­han yrði á fundinum í gengum fjar­skipta­búnað.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær sendi Elísa­bet Bret­lands­drottning frá sér til­kynningu í kjöl­far fundarins. Þar sagðist hún viður­kenna rétt hjónanna til að ráða í meira mæli yfir sínum eigin högum en tók að sama skapi fram að málin væru flókin. Úr þeim yrði leyst eins fljótt og auðið er.

Meg­han er nú stödd í Kanada þar sem hún dvelur með syni hennar og Harry, Archie litla. Eins og áður segir hafði verið búist við því að hún yrði á fundinum í gegnum Skype. At­hygli vakti að í til­kynningu drottningarinnar var ekki minnst á hjónin sem her­toga­hjón heldur einungis eftir eigin­nöfnum þeirra.

„Að lokum á­kváðu hjónin að her­toga­ynjan þyrfti ekki að vera til staðar,“ segir heimildar­maður breska götu­blaðsins sem sagður er vera innan­búðar­maður. Unnið verður að því að ljúka á­ætlana­gerð fyrir fram­tíðar­ráða­hag hjónanna.

Ífrétt Daily Mail um málið er haft eftir tals­konu Meg­han að henni hafi svo sannar­lega ekki verið meinað að taka þátt í fundinum eins og fram hafi komið í ein­hverjum breskum miðlum í dag. Ekki hafi þótt þörf á því.