Her­toga­ynjan Meg­han lagði breska götu­blaðið Mail on Sunday í enn eitt skiptið en breskur dóm­stóll hafnaði kröfu móður­fé­lags blaðsins um á­frýjun málsins. Guar­dian greinir frá.

Meg­han lög­sótti Associa­ted Newspapers Limited (ANL), út­gefanda Mail on Sunday vegna bréfa sem blaðið birti og hún hafði ritað til föðurs síns Thomas Mark­le. Meg­han sigraði fyrir dóm­stól fyrr á árinu og þótti blaðið hafa brotið gegn frið­helgi einka­lífs her­toga­ynjunnar.

Meðal rök­stuðnings sem ANL beitti fyrir sig í kröfu sinni um á­frýjun voru nýjar opin­beranir Jason Knauf, fyrr­verandi að­stoðar­manns þeirra Harry og Meg­han. Hann full­yrðir að Meg­han hafi gert ráð fyrir og svo gott sem viljað að bréfin yrðu gerð opin­ber.

Segir ANL að tölvu­póst­sam­skipti Meg­han og Jason sýni fram á þetta. Baðst Meg­han raunar sjálf af­sökunar á tölvu­póst­sam­skiptunum í til­kynningu sem hún gaf frá sér í nóvember. Kvaðst hún ekki hafa munað eftir þeim og full­yrti hún að bréfin hefðu þrátt fyrir allt verið sér sér­stak­lega per­sónu­leg og ekki fyrir augu al­mennings.