Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins opnuðu sig í ein­lægu við­tali við Opruh Win­frey í gær­kvöldi en margir höfðu beðið spenntir eftir við­talinu við hjónin. Um var að ræða tveggja klukku­stunda við­tal en síðast­liðna daga hafa á­horf­endur getað horft á sýnis­horn úr við­talinu þar sem her­toga­hjónin af Sus­sex fóru um víðan völl.

Harry og Meg­han sögðu sig frá bresku konungs­fjöl­skyldunni í janúar 2020 og stað­festu þau í síðasta mánuði að þau myndu ekki snúa aftur. Í við­talinu við Opruh ræddu bæði Harry og Meg­han opin­skátt um af hverju þau á­kváðu að stíga til hliðar.

Umræður um húðlit Archie

Að sögn Meg­han gerði konungs­fjöl­skyldan ekki nóg til að vernda þau og sagði að á­standið hafi versnað veru­lega þegar þau giftust í maí 2018. Þá sagði hún að fjöl­skyldan væri til­búin til að ljúga til þess að vernda aðra fjöl­skyldu­með­limi í þeirra stað.

Meg­han, sem er nú ó­létt af sínu öðru barni með Harry, ræddi einnig um þá á­kvörðun að Archie hafi ekki verið gerður að prins og því hafi hún óttast að hann fengi ekki vernd. Þá sagði hún að það hafi verið um­ræður innan fjöl­skyldunnar um húð­lit hins ó­fædda Archie sem ákveðnir fjölskyldumeðlimir höfðu komið á framfæri við Harry.

Aðspurð um hvort það væru áhyggjur um að Archie yrði of dökkur á hörund virtist Meghan staðfesta það en hún sagði það hafa verið þeirra lægsta tímapunkt innan fjölskyldunnar.

Vildi ekki lifa

Í við­talinu greindi Meg­han frá því að það hafi reynst henni gríðar­lega erfitt að lifa lífi sínu innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar og sagðist hún hafa upp­lifað mikinn ein­mana­leika þar sem hömlur voru settar á nánast allt sem hún gerði. Þá sagðist hún stundum ekki vilja lifa lengur vegna þessa.

Að­spurð um hvort hún hafi í­hugað sjálfs­víg sagði hún svo vera.

„Já. Það var mjög, mjög ljóst. Mjög ljóst og mjög ógn­vekjandi. Ég vissi ekki hvert ég gæti leitað í gegnum það,“ sagði Meg­han í við­talinu við Opruh. Hún vísaði til myndar sem var tekin af henni og Harry á við­burði í Royal Albert Hall meðan hún var ó­létt af syni þeirra, Archie.

„Rétt áður en við þurftum að fara, þá hafði ég átt þetta sam­tal við Harry um morguninn,“ sagði Meg­han og vísaði þar til sjálfs­vígs­hug­leiðinga sinna. Hún sagðist hafa farið með Harry á við­burðinn því henni fannst hún ekki geta verið ein en á myndinni sést Harry halda fast í hendina á Meg­han.

Myndin sem tekin var sama dag og Meghan sagði við Harry að hún vildi ekki lifa.
Fréttablaðið/Getty