Sam­fé­lags­miðlar loga eftir að nýjar myndir birtust af Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunni af Sus­sex, í göngu­túr með son sinn Archie og hundana sína tvo. Tak Meg­han á Archie virtist vekja hvað mesta at­hygli og hefur hún verið gagn­rýnd harð­lega fyrir að gæta ekki fyllsta öryggis þegar kemur að syni hennar.

„Getur ein­hver sýnt Meg­han hvernig á að nota burðar­poka áður en Archie dettur úr honum!“ skrifaði einn á­hyggju­fullur Twitter notandi. „Archie lítur út fyrir að líða ó­þægi­lega, kannski að einn af vopnuðum vörðum Meg­han gæti að­stoðað hana með hvolpinn,“ skrifaði annar.

Fylgst með hverju skrefi her­toga­ynjunnar

Það er ó­­hætt að segja að fylgst sé með hverri hreyfingu her­­toga­ynjunnar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem net­verjar út­húða Meg­han fyrir tak sitt á Archie. At­huga­semdirnar sem sjást víða nú minna margar hverjar á þær sem féllu í síðasta skipti. Þá var Archie að­eins tveggja mánaða gamall og fjöl­skyldan hafði skellt sér á póló­leik.

Net­verjum þótti móður­hlut­verkið ekki farast Meg­han vel úr hendi. „Getur ein­hver sýnt Meg­han hvernig á að halda á barni?“ skrifar einn.

Ekki voru allir hrifnir af því hvernig Meghan hélt á syni sínum á pólóleik.
Fréttablaðið/Getty

Sér­fræðingar komu til varnar

Upp­eldis­fræðingar hafa þó komið her­togynjunni til varnar og segja Archie vera full­kom­lega öruggan í burðar­poka sínum. Eina vanda­málið hafi verið að hægri ólin á burðar­pokanum hafi runnið niður öxl leik­konunnar. Það ættu flestir upp­teknir for­eldrar að kannast við.

Meg­han sjálf virðist kampa­kát á myndunum og virðist njóta lífsins í Kanada. Harry Breta­prins lenti í dag í Vancou­ver í Kanada en hann hafði verið að­skilin Meg­han og syni sínum síðast­liðnar tvær vikur. Hjónin ætla sér að hefja nýtt líf í Kanada en á laugar­­daginn var það til­­kynnt að þau myndu segja sig frá opin­berum skyldum innan bresku konungs­fjöl­­skyldunnar.

Meghan ljómaði á göngu sinni um Vancouver.