Her­toga­fjöl­skyldan af Sus­sex, þau Meg­han, Harry og Archie skelltu sér í sumar­frí til I­biza í byrjun ágúst, ef marka má um­fjöllun breska götu­blaðsins Daily Mail.Þar kemur fram að fjöl­skyldan knáa hafi ferðast með einka­þotu.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur parið í nógu að snúast en bresku götu­blöðin hafa verið dug­leg að gera sér mat úr meintum erjum þeirra. Þá full­yrti breski stjórn­mála­maðurinn Nigel Fara­ge að Meg­han hefði gert Harry ó­vin­sælari nú á dögunum, reyndar án heimilda.

Í um­fjöllun Daily Mail kemur fram að parið hafi dvalið í af­markaðri glæsi­villu, fjarri augum al­mennings í sex daga. Þar kemur fram að Harry hafi ný­verið staddur á Sikil­ey í boði banda­ríska tækni­risans Goog­le á loft­lags­ráð­stefnu fyrir­tækisins.

Meðal annarra gesta á ráð­stefnunni voru Leonar­do DiCaprio, Naomi Camp­bell, Harry Sty­les og Stella Mc­Cart­n­ey.

Bresk götu­blöð hafa farið nokkuð hörðum orðum um parið að undan­förnu og í um­fjöllun Daily Mail eru sett spurninga­merki við það að parið hafi ferðast um borð í einka­þotu á sama tíma og það tali fyrir um­hverfis­vernd.