Her­toga­hjónin Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins ætla að taka sér sex vikna frí frá störfum sínum fyrir konungs­fjöl­skylduna og kíkja til heima­haga Meg­han með Archie, að því greint er frá á vef E News.

Þar kemur fram að til­efnið sé ein­fald­lega það að þau vilji bæði safna kröftum en þau eru ný­komin heim meðal annars úr ferða­lagi til Afríku sem þau voru í fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna. Um verður að ræða í fyrsta sinn sem Archie kemur til heima­lands móður sinnar.

Þá kemur fram að þau vilji fagna þakkar­gjörðar­há­tíðinni í Banda­ríkjunum í Kali­forníu, á­samt móður Meg­han. Þau muni hins vegar fljúga aftur heim til Bret­lands í tæka tíð fyrir jól en breska konungs­fjöl­skyldan eyðir jólunum gjarnan saman í faðmi Elísa­betar, Bret­lands­drottningar.

Mikið álag hefur verið á her­toga­hjónunum undan­farið og hafa þau staðið í ströngu vegna á­gengis breskra götu­blaða. Þau eiga nú meðal annars í mála­ferlum við eitt þeirra, fyrir birtingu á bréfum Meg­han til föður hennar.

Það vakti heims­at­hygli þegar blaða­maður spurði Meg­han á dögunum ein­fald­lega hvernig henni liðien Meg­han svaraði honum tár­vot, þetta hefði verið erfitt tíma­bil.