Meg­han Mark­le átti ekki erfitt með að leyfa sjón­varps­stjörnunni Ellen að gera sig að fífli og fór á kostum í falinni mynda­vél í nýjasta þætti sjón­varps­konunnar.

Hin fer­tuga her­toga­ynja drakk mjólk úr pela frammi fyrir ringluðum pöpulnum og þóttist vera köttur, svo fátt eitt sé nefnt. Allt var þetta vita­skuld að skipan Ellenar.

„Ég er með heilunar­krafta!“ sagði hún meðal annars við einn verslunar­eig­anda á kristals­sölu­bás. Þá kallaði hún „góð orka!“ á meðan hún snerti steina sem voru þar til sölu.

Ó­trú­lega takta her­toga­ynjunnar má horfa á í þessu drep­fyndna mynd­bandi hér fyrir neðan: