Her­togynjan Meg­han Mark­le gaf eigin­manni sínum Harry Prins skeið í jóla­gjöf árið 2017. Það er ekki frá­sögu færandi nema á skeiðinni stóð „Cereal Killer“, eða morgun­korns morðingi.

Þetta kemur fram í bókinni Finding Freedom sem kom út árið 2020 og fjallar um á­kvörðun her­toga­hjónanna að skilja við Bresku konungs­fjöl­skylduna.

Í desember 2017 voru Harry og Meg­han ný­lega trú­lofuð og sam­band þeirra og aðra með­lima konungs­fjöl­skyldunnar gott. Í konungs­fjöl­skyldunni er hefð fyrir því að gefa ó­dýrar „grín“ gjafir og vildi Meg­han heilla mág sinn, Vil­hjálm Prins með gríninu.

Í bókinni kemur fram að gjöfin hafi slegið í gegn og varð Meg­han vin­sæl meðal með­lima konungs­fjöl­skyldunnar þessi fyrstu jól þeirra saman.

Eins og flestir vita er ekki það sama upp á teningnum núna og eiga Harry og Meg­han í hörðum deilum við aðra með­limi konungs­fjöl­skyldunnar.