Hertogynjan Meghan Markle gaf eiginmanni sínum Harry Prins skeið í jólagjöf árið 2017. Það er ekki frásögu færandi nema á skeiðinni stóð „Cereal Killer“, eða morgunkorns morðingi.
Þetta kemur fram í bókinni Finding Freedom sem kom út árið 2020 og fjallar um ákvörðun hertogahjónanna að skilja við Bresku konungsfjölskylduna.
Í desember 2017 voru Harry og Meghan nýlega trúlofuð og samband þeirra og aðra meðlima konungsfjölskyldunnar gott. Í konungsfjölskyldunni er hefð fyrir því að gefa ódýrar „grín“ gjafir og vildi Meghan heilla mág sinn, Vilhjálm Prins með gríninu.
Í bókinni kemur fram að gjöfin hafi slegið í gegn og varð Meghan vinsæl meðal meðlima konungsfjölskyldunnar þessi fyrstu jól þeirra saman.
Eins og flestir vita er ekki það sama upp á teningnum núna og eiga Harry og Meghan í hörðum deilum við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar.