Her­toga­ynjan Meg­han Mark­le braut enn á ný gegn hefðum bresku konungs­fjöl­skyldunnar í opin­berri heim­sóknar hennar og Harry til Suður-Afríku nú á dögunum en Meg­han klæddist einföldum gallajakka, sum sé borgara­legum fötum sem þykir ó­venju­legt í slíkum opin­berum heim­sóknum, að því er fram kemur á E News.

Í heim­sókninni heim­sóttu þau Meg­han og Harry meðal annars Monwa­bisi ströndina og Auwal moskuna en um er að ræða elstu mosku Suður-Afríku. Var hún byggð árið 1794 en áður en hún gekk inn setti Meg­han á sig slæðu og skoðaði parið meðal annars elsta hand­ritið af kóraninum. Heimsókn parsins og ferðalag um Afríku er fyrsta opinbera ferðalag hins fjögurra mánaða gamla Archie.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Meg­han brýtur gegn hefðum konungs­fjöl­skyldunnar með þessum hætti. Á bresku tísku­verð­laununum í lok síðasta árs skartaði Meg­han svörtu nagla­lakki en venju­lega skarta konur í fjöl­skyldunni ljós­brúnu nagla­lakki. Þá hefur Harry Breta­prins gert slíkt hið sama, brotið gegn venjum, með því að loka sínum eigin bíl­hurðum.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty