Lífið

Meghan borgaði brúðarkjólinn sjálf

Brúðurin var glæsileg í stílhreinum og sígildum brúðarkjól, við hann bar hún heilmikið slör með blúndukanti. Breski fatahönnuðurinn Clare Waight Keller hannaði kjólinn fyrir tískuhúsið Givenchy.

Meghan Markle geislaði af gleði þegar hún gekk að eiga sinn heittelskaða í glæsilegum brúðarkjól. Fréttablaðið/Getty

Brúðarkjóll Meghan Markle þykir stílhreinn og sígildur í sniði, slörið var gegnsætt með blúndu á kantinum. Brúðarkórónan er í eigu Elísabetar Englandsdrottningar og er frá árinu 1932.

Breski fatahönnuðurinn Clare Waight Keller hannaði brúðarkjólinn fyrir tískuhúsið Givenchy en áætlað er að kjóllinn sem er handsaumaður, hafi kostað um hundrað þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna.

Það er almennt talið að brúðurin hafi greitt fyrir kjólinn úr eigin vasa en hið sama gerði Katrín hertogaynja svilkona hennar á sínum þegar hún gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins, eldri bróður Harry‘s prins.

Sígild og látlaus hönnun, kjólinn fór brúðinni fullkomlega. Brúðarkjóll sem munað verður eftir. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fyrsti kossinn sem hjón

Lífið

Meghan sagði já og Harry táraðist

Lífið

Hita upp fyrir Ísland – Nígería

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Ástfanginn Bieber

Kynningar

TREO – skjót verkun við mígreni og tilfallandi verkjum

Lífið

Lofar töfrandi og góðu partíi

Lífið

Hampaðu þínum eigin HM-bikar fyrir 5000 krónur

Lífið

Spilar nú á bragðlaukana

Fólk

„Sárt að hugsa að til séu vondar stjúpur“

Auglýsing