Lífið

Meghan alveg eyðilögð

Ljósmyndir sem birtust af föður Meghan Markle að undirbúa sig fyrir brúðkaupið komandi laugardag voru sviðsettar og að undirlagi hálfsystur Meghan. Það er alls óvíst hvort faðir hennar verði viðstaddur og leiði hana upp að altarinu líkt og til stóð.

Nú er alls óvíst hver leiðir Meghan upp að altarinu eftir að faðir hennar lýsti því yfir að hann myndi ekki vera viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar. Öll fjölskyldan er í sárum. Fréttablaðið/Getty

Svo virðist sem Meghan Markle verði að treysta á einhvern annan en föður sinn til að leiða sig upp að altarinu þegar hún gengur að eiga Harry prins næstkomandi laugardag.

Faðir hennar Thomas Markle hefur komið sér í laglega klípu því svo virðist sem að myndir sem voru teknar af honum að undirbúa sig fyrir brúðkaupið séu sviðsettar. Hálfsystir Meghan,Samantha, segist bera ábyrgð á myndatökunni en þau fengu greitt fyrir.

Sjá einnig: Pabbi Meghan undirbýr sig fyrir brúðkaupið

Uppátækið hefur valdið miklu fjaðrafoki og keppast fjölmiðlar við að birta fréttir af fjölskyldu Markle. Hálfsystir hennar baðar sig í sviðsljósinu vegna málsins en hún hefur margsinnis farið ófögrum orðum um systur sína og er ósátt við að fá ekki boð í brúðkaupið. 

Að hennar sögn var tilgangurinn með myndunum að fegra ímynd föður þeirra í augum almennings í Bretlandi og þetta hafi ekki verið gert peninganna vegna. 

Myndir sem birtust af Thomasi föður Meghan að undirbúa sig fyrir brúðkaupið voru sviðsettar, Samantha hálfsystir Meghan stóð fyrir þessu og þau fengu greitt fyrir. Fréttablaðið/Sun

Thomas, faðir Meghan er sagður miður sín vegna þessa og nú er svo komið að hann segist ekki treysta sér til að taka þátt í brúðkaupinu líkt og til stóð en hann átti meðal annars að leiða dóttur sína upp að altarinu. 

Sögur herma að hann glími einnig við alvarlegan heilsubrest og því enn minni líkur á því að hann komi til Bretlands, en fréttir þess efnis birtust í enskum fjölmiðlum

Konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hún biðlaði til fjölmiðla að sýna Meghan nærgætni næstu daga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Biður Harry um að hætta við brúðkaupið

Lífið

​ Skilnaðarbarnið Meghan Markle

Helgarblaðið

Vill verða Díana númer 2

Auglýsing

Nýjast

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Auglýsing