Meg­han Mark­le, her­toga­ynjan af Sus­sex, hefur stað­fest að hún ætli sér að brjóta blað í sögu bresku konungs­fjöl­skyldunnar í nóvember næst­komandi. Hún ætlar sér að kjósa í banda­rísku for­seta­kosningunum sem fram fara þar í landi.

Það er breska götu­blaðið Mirror sem greinir frá þessu. Með því að ganga að kjör­borðum í nóvember verður Meg­han sú fyrsta sem til­heyrir konungs­fjöl­skyldunni til þess að greiða at­kvæð í slíkum kosningum.

Hefð er fyrir því í Bret­landi að með­limir konungs­fjöl­skyldunnar nýti sér ekki kosninga­rétt sinn. Það er í við­leitni til þess að halda í hlut­leysi krúnunnar gagn­vart stjórn­mála­mönnum sem starfa í um­boði hennar og bresku þjóðarinnar.

„Ég veit hvernig það er að hafa rödd og líka hvernig það er að upp­lifa sig radd­lausa,“ hefur miðillinn eftir her­toga­ynjunni. Hún endur­heimti banda­ríska ríkis­borgara­rétt sinn fyrr á árinu þegar hún flutti með eigin­manninum til Los Angels í Banda­ríkjunum.

Þá vitnar hún í orð Kate Sheppard, leið­toga kvenna­hreyfingarinnar í Nýja Sjá­landi:

„Ekki halda að þitt eina at­kvæði skipti litlu máli. Rigningin sem breytir jarð­veginum er úr ein­stökum dropum. Þess vegna kýs ég.“

Meg­han haf ekkert upp um það hvern hún hyggst kjósa. Hún hefur þó í­trekað rætt stuðning sinn við Demó­krata og var dyggur stuðnings­maður Hillary Clin­ton árið 2016.