„Ég er með hjálm og tvær grímur og opna allar hurðar með klútum. Það lítur ef­laust út fyrir að ég sé með á­ráttu- og þrá­hyggju­röskun en ég held að það þess virði. Þegar ég kem heim set ég öll fötin í þvott og spreyja jakkann með bakteríu­skæðu spreyi. Þríf hendur og and­lit. Svona eru þeir tímar sem við lifum á,“ segir söng­konan Paloma Faith í færslu á Face­book-síðu sinni.

Þetta segir hún um þær ráð­stafanir sem hún hefur gripið til þegar hún fer á spítalann í með­göngu­skoðun, en hún er bú­sett í Lundúnum í Bret­landi þar sem fjöldi kórónu­veiru­smita er í miklu há­marki.

Söng­konan er nú langt gengin með sitt annað barn. Hún hefur deilt opin­skáum dag­bókar­færslum um með­gönguna á Face­book-síðu sína en á síðasta ári greindi hún frá því að hún og maki hennar hafi gengið í gegnum sex glasa­frjóvganir til að verða ó­létt.

Paloma fór í skoðun í síðustu viku en hún er með fyrir­sæta fylgju [e. placenta previa] en segir að barninu líði vel. Hún segir að þegar hún fór á spítalann í skoðun hafi það verið henni aug­ljóst hversu mikið álag er á starfs­fólkinu þar og að henni hafi liðið eins og hún væri að leggja sig í hættu með að stíga inn á spítalann. Hún segir að hún sé leið fyrir hönd þeirra sem vinna á spítalanum og eru enn ekki bólu­sett og segir að því þurfi að flýta. Það séu margir frá vinnu vegna veirunnar og að Boris John­son og hans ríkis­stjórn þurfi að svara fyrir þetta.

Hægt er neðan er hægt að sjá færslu hennar.

Pregnancy Diary I went to the hospital yesterday for a scan. The placenta is still previa but baby doing ok. What I...

Posted by Paloma Faith on Friday, 8 January 2021