Heppinn miðaeigandi í áskrift að Jóker vann tvær milljónir í kvöld. Það kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá en á vef þeirra segir að aðeins sé hægt að fá tvær milljónir í verðlaun ef maður er með allar fimm tölurnar í réttir röð.

Jóker er sjálfstæður leikur sem er hægt að kaupa með Lottó, Víkingalottó og Eurojackpot. Jókertölur eru dregnar út á fimm lukkuhjólum í útdráttunum á föstudags-, laugardags- og miðvikudagskvöldum. Athugið að hvert lukkuhjól hefur tölurnar 0 til 9 og því getur sama talan komið upp oftar en einu sinni.

Dregið var í í Víking Lottó í kvöld en enginn vinningur fór út. Á vefnum segir að potturinn stefni nú í 785 milljónir.