Tón­listar­maðurinn Paul Mc­Cart­n­ey segir að hann skilji ekki til­gang „sjálfunnar“ og að hann sé hættur að gefa eigin­handar­á­ritanir.

„Við vitum bæði hver ég er,“ segir Mc­Cart­n­ey og að honum hafi alltaf þótt skrítið að setja nafn sitt á blað fyrir ein­hvern annan.

Þetta kemur fram í við­tali Mc­Cart­n­ey við Rea­der’s Digest en þar fer hann yfir ferilinn og af hverju hann er þreyttur á því að gera það. Þá segir hann einnig í við­talinu að hann skilji ekki til­ganginn í að taka mynd með að­dá­endum og segist miklu frekar vilja eiga við þá sam­tal.

„Það sem þú færð yfir­leitt er lé­leg mynd með glötuðum bak­grunni og mig van­sælan,“ segir Mc­Cart­n­ey og bætir við: „Spjöllum bara og skiptumst á sögum“.

Fjallað er um við­talið á vef NME.