Mayim Bialik, bandarísk leikkona og doktor í taugavísindum, mun taka tímabundið við af Mike Richards sem þáttastjórnandi spurningaþáttanna Jeopardy.

Fráfarandi þáttastjórnandinn Mike Richards tók við í nóvember í fyrra eftir að Alex Trebek lést úr krabbameini. Hann var búinn að taka upp nokkra þætti þegar fréttamiðlar vestanhafs greindu frá óviðeigandi athugasemdum sem Richards hafði látið falla í hlaðvarpi um gyðinga og konur.

Mike Richards var framleiðandi Jeopardy áður en hann var valinn þáttastjórnandi.
Mynd: Sony Pictures Television

Richards var í kjölfarið vikið úr starfi og Bialik beðin um að taka við. Leikkonan er þekktust fyrir að leika Amy Farrah Fowler í þáttunum The Big Bang Theory en þar áður sló hún gegn sem barnastjarna í Blossom.

Stephen Colbert tók fyrir málið í Late Show þætti sínum fyrir helgi. „Svo virðist sem starfið hans Richards sé í ... hættu (e. jeopardy),“ sagði Colbert í góðu gríni.