Sænski leikarinn Max von S­ydow, er látinn 90 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef Guar­dian.

Fréttir af and­láti hans voru til­kynntar af eigin­konu hans, C­at­herine Brelet, í gær­kvöldi. Leikarinn lék í fjöldann allan af kvik­myndum, meðal annars The Se­venth Seal (1957), þar sem hann tefldi við dauðann. Þá lék hann einnig í kvik­myndum líkt og Jesus Christ The Grea­test Story Ever Told og The Exorcist.

Ný­lega birtist hann í frægu af­þreyingar­efni líkt og Star Wars: The Force Awa­kens (2015) og Game of Thrones, þar sem hann fór með hlut­verk hins svo­kallaða þrí­eygða hrafns.

Fjöldinn allur af kvik­mynda­gerðar­fólki hefur minnst hans í dag, þar með talið Edgar Wrig­ht, sem segir von S­ydow hafa verið guð meðal kvik­mynda­gerðar­fólks.