Klukkan fimm í dag hefst nýr þáttur á Út­varpi Sögu sem ber nafnið Fjár­festing. Í til­kynningu frá út­varps­stöðinni kemur fram að þeir Matthías Tryggvi Haralds­son, einn með­lima hljóm­sveitarinnar Hatar, og Hákon Jóhannes­son séu þátta­stjórn­endur.

Þar kemur einnig fram að þátturinn fjalli um fjár­festingar og fjár­mál á gaman­saman hátt og munu þeir fé­lagar hafa þar fasta liði eins og við­skipta­fyrir­sagnir vikunnar, opna símann fyrir hlust­endur og sitt­hvað fleira.