Tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson fór á skeljarnar í Sky Lagoon og bað kærustunnar sinnar, Brynhildi Karlsdóttur, söng-og leikkonu.

Brynhildur birtir myndband á Instagram síðunni sinni í kvöld. Þar má sjá Matthías biðja hennar og því næst fellst parið í faðma og kyssist við mkinn fögnuð gesta lónsins.

„Auðveldasta svar sem ég hef gefið ❤️ Við erum semsagt trúlofuð og ég gæti bókstaflega ekki verið hamingjusamari eða ástfangnari 😍 elska þig beibí,“ skrifar Brynhildur við myndbandið.