Fjórða kvik­myndin í Mat­rix þrí­leiknum er nú í bí­gerð, að því er fram kemur á vef Varie­ty. Þar kemur fram að þau Keanu Ree­ves og Carri­e-Ann Moss, sem fóru með hlut­verk Neo og Trinity mæti aftur til leiks í hlut­verkum sínum. Fyrsta myndin kom út árið 1999.

Það var raunar Warner Brot­hers kvik­mynda­verið sem stað­festi þetta í kvöld og sendi út til­kynningu. Kemur fram að Lana Wachowski muni leik­stýra fjórðu myndinni og mun hún einnig koma að hand­ritinu á­samt þeim Aleksandar Hemon og David Mitchell.

Í frétt Varie­ty kemur fram að mikil leynd ríki yfir sögu­þræði myndarinnar. Myndirnar þrjár, The Mat­rix, The Mat­rix Reloa­ded og The Mat­rix Re­volutions nutu gífur­legra vin­sælda og fjölluðu um í gruninn um mörkin milli raun­veru­leika og sýndar­veru­leika. Myndirnar voru skrifaðar og þeim leik­stýrt af Lönu og systur hennar Lilly.

„Margar af þeim hug­myndum sem ég og Lilly skoðuðum fyrir 20 árum síðan um veru­leikann okkar eru enn mikil­vægari í dag. Ég er mjög á­nægð að fá þessar per­sónur aftur í líf mitt og þakk­lát fyrir tæki­færið,“ segir Lana í til­kynningunni.