Í dag verða haldnar SumarMat­Stöður, þar sem Vín­stúkan, Sumac og Public hou­se halda veislu á lang­borði á Lauga­vegi. Búist er við fjölda fólks sem mun sitja þétt.

SumarMat­Stöðu-verk­efninu var hrundið af stað fyrsta Co­vid-sumarið með styrk frá Sumar­borginni, sem hefur síðan þá haldið stuðningi sínum á­fram.

„Síðustu tvö ár var full­setið allan tímann, frá klukkan tvö til tíu, en nú getum við setið enn þéttar,“ segir Char­lotta Rós, vín­þjónn á Vín­stúkunni. „Sumar­borgin hvatti til sam­starfs­verk­efna, svo við horfðum í kringum okkur og á­kváðum að gera þessa veislu með Public Hou­se og Sumac.“

Char­lotta bendir á að við­burður eins og þessi sé gott dæmi um þá sam­stöðu og sam­kennd sem henni finnst ein­kenna ís­lenskan veitinga­geira. „Við erum öll í þessu saman. Við erum dug­leg að borða og drekka hvert hjá öðru og sam­heldnin hefur verið svona lengi. Þetta er mjög dýr­mætt.“

Þétt setið með sól í hjarta

Char­lotta segir fólk ekki þurfa að hafa á­hyggjur af veðrinu enda mætt á svona við­burð með sól í hjarta. „Spáin er líka góð. Við kunnum nú að klæða okkur eftir veðri og getum setið þétt. Svo er bara að borða og hlæja sér til hita og endi­lega skilja bílinn eftir heima.“

Á fyrri við­burðum hafa gestir í­trekað spurt af hverju þetta sé ekki haldið oftar. „Galdurinn er að hafa þetta einu sinni hvert sumar,“ segir Char­lotta, „Ef þetta er oftar hugsum við oft: Æ, ég mæti bara næst, og svo missum við af öllum við­burðunum.“

„Þyrstur kemur, þyrstur fær,“ segir Charlotta Rós og er spennt fyrir deginum.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Karni­val-götu­biti

Mat­salan undan­farin ár bendir til þess að um þúsund manns hafi mætt í hvort skipti. „En við eigum von á fleirum í ár og erum undir það búin.“ Fjöldi fólks leggur leið sína í mið­bæinn sér­stak­lega til að taka þátt í veislunni, en aðrir detta inn ó­vænt. „Já, fólk ætlar að skreppa í Brynju að kaupa skóflu og skrúfur en er svo allt í einu mætt í heljarinnar veislu!“

Maturinn verður í anda þeirra staða sem standa að við­burðinum. „Þetta verður karni­val-götu­biti. Allir sem hafa farið á þessa staði vita að það fer ekkert út úr eld­húsinu án þess að það sé geggjað,“ segir Char­lotta og sleikir út um áður en hún heldur á­fram: „Sumac verður með mið­austur­lenska lamba- og blóm­káls­vefju og Public Hou­se verður með asíska græn­metis­smá­rétti. Við á Vín­stúkunni munum svo sjá um drykkina, og verður slag­orðið okkar í há­vegum haft: Þyrstur kemur, þyrstur fær.“

Nóg um að vera

Síðar í sumar mun Vín­stúkan svo standa fyrir upp­sprettu­við­burðum á fimmtu­dögum klukkan hálf fimm í sam­starfi við húð­flúr­stofuna Ör­lög sem er í sama húsi að Lauga­vegi 27.

Á laugar­daginn verður ýmis­legt í gangi í ná­grenni lang­borðsins. Á Hjarta­torgi bjóða Sumar­borgin og Kram­húsið í krakka-breik­dans­tíma klukkan eitt og um kvöldið er Ari Eld­járn með uppi­stand í Tjarnar­bíói.