Næst­komandi laugar­dag klukkan 12 verður haldið út­gáfu­boð í verslun Spila­vina en til­efnið er út­gáfa tveggja nýrra bóka um Hulk og X-Men á ís­lensku. Blásið verður til teikni­mynda­sam­keppni og verða nýju bækurnar í verð­laun.

Bækurnar eru gefnar út af DP-in, nýju út­gáfu­fyrir­tæki sem Bjarni Gautur Ey­dal Tómas­son setti á fót. Bjarni segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hann hafi viljað gefa krökkum þann val­kost að geta lesið um upp­á­halds ofur­hetjurnar sínar á ís­lensku, í stað ensku.

„Í gamla daga, áður en ég og þú fæðumst að þá voru Hulk og Spi­der­man gefnir út á ís­lensku. En við erum í fyrsta sinn að fara að gefa út sögurnar í réttri tíma­röð og í kiljum,“ segir Bjarni.

„Ég hef unnið mikið með krökkum á frí­stundar­heimilum og ég tók eftir því að það eru ekki margir val­mögu­leikar fyrir lestur. Ég ólst upp í Sví­þjóð og ólst upp við að lesa Mar­vel mynda­sögur á sænsku,“ segir Bjarni.

„Ég á lítinn frænda sem er að kaupa sér sögurnar á ensku í Nexus, þó hann kunni ekki neina ensku, svo ég hugsaði bara af hverju ekki að gefa krökkum þennan val­mögu­leika,“ segir Bjarni.

Bæði gamlar og nýjar sögur verða gefnar út af út­gáfunni en Bjarni tekur fram að þær verði í tíma­röð, óháð því hve­nær þær komu út.

„Við byrjum á Hulk og X-Men. En við ætlum að gefa út bæði gamlar og nýjar. Þetta er svona bæði og, við ætlum að raða þessu upp í réttri tíma­röð. Ef ein­hver gefur út sögu sem gerist á undan öllu öðru en er ný, gefum við hana út á réttum stað. Næst er það svo Spi­der­man og Þór,“ segir Bjarni og tekur dæmi um fyrstu söguna um Þór sem út­gáfan ætlar að gefa út.

„Sagan um Þór sem við ætlum að gefa út næst kom til dæmis út rétt fyrir fyrstu bíó­myndina um Þór sem kom út 2011 og fjallar um ungan Þór,“ segir Bjarni.

Fyrstu bækurnar tvær og svo eru Spiderman og Þór á leiðinni.
Fréttablaðið/Aðsend/Samsett