Hin stórglæsilega áttræða sjónvarpsstjarna Martha Stewart er komin á fast. Hún greindi frá sambandinu í viðtali við Watch What Happens Live í síðustu viku.

Stewart vildi ekki uppljóstra um hver sá heppni væri eða hversu lengi samandið hefur staðið yfir.

Hún opnaði sig í viðtalinu um samband hennar og sjónvarpsmannsins Larry King sem lést á þessu ári, en þau höfðu farið út að borða saman á veitingastað í New York.

Að henni vitandi væru þau bara vinir. Hún hélt þau væru að fara að tala um blaðamennsku og fleira í þeim dúr, en hann hafi þá orðið eitthvað rómantískur, segir hún og vildi ekki fara nánar út í málið.