Marta María Jónas­dóttir, betur þekkt sem Marta Smarta, og Páll Win­kel, fangelsis­mála­stjóri, hafa gert til­boð í glæsi­lega eign á Tjarnar­brekku á Álfta­nesi. Húsið er stað­sett í ná­grenni við Bessa­staði og út­sýnið er vægast sagt stór­feng­legt.

Páll snýr því aftur á Álfta­nesið eftir tveggja ára fjar­veru en parið seldi íbúð sína á Foss­voginum í síðasta mánuði.

Húsið á Álfta­nesinu er hannað af Hildi­gunni Haralds­dóttur arki­tekt, sem bjó sjálf í húsinu um tíma, og Sveini Ás­geirs­syni, vöru­hönnuði. Allar einingar eru sér­hannaðar og miða við auð­velda um­gengni.

Búið er að gera húsið mikið upp á síðustu árum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Besta útsýnið í bænum

Í húsinu er mikil á­hersla lögð á að setja út­sýnið í fyrsta sæti og er hægt að njóta fjalla­sýnar til Blá­fjalla og Keilis í stofunni og úr eld­húsinu. Tengsl við varp­svæði fugla og hross á beit í ná­grenninu gerir það að verkum að þar má njóta kyrrðar sveitarinnar, þrátt fyrir ná­lægð við höfuð­borgar­svæðið.

Byggingin er tví­skipt, inn­gangur er í gler­skála sem tengir húsin. Annars vegar er stein­hús með eld­húsi og stofum, hjóna­her­bergi með fata­her­bergi og baði, for­stofu­her­bergi með snyrtingu/baði og bif­reiða­geymsla. Í hjóna­her­bergi er steypt rúm með hita­lögn. Hins vegar er timbur­hús sem má nota á marg­vís­legan hátt í tengslum við aðal­hús eða sem sjálf­stæða einingu.

Húsið um­lykur góða verönd sunnan húss, þar er steyptur heitur pottur og vað­laug. Vatnið myndar lygnan "foss" frá pottinum, kólnar og er hæfi­lega volgt fyrir börnin í vað­lauginni.

Hestar á beit á túninu við húsið.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Sólpallur á blíðviðrisdegi er himnasending.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Heitur pottur og steypt vaðlaug njóta eflaust mikilla vinsælda allt árið um kring.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Útsýnið úr sérsmíðuðu eldhúsinu er ekki amalegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Gólfsíðir gluggar og gullfallegt útsýni er alltaf góð blanda.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Steyptur rúmbötn með hita sómar sér vel í svefnherberginu.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Teikning af lóðinni.