Marta María Jónasdóttir, oft kennd við Smartland og Páll Winkel, hafa sett heimilið sitt í Fossvoginum á sölu.

Um er að ræða glæsilega hæð með sérinngangi og bílskúr, ásamt aukaíbúð í þríbýli við Lautarveg í Fossvogi.

Dægurmáladrottningin, Marta María, er þekkt fyrir að hafa góðan smekk og sést það bersýnilega á myndunum. Eignin er alls 230 fermetrar, hæðin sjálf er 165,7 fm(með bílskúr 30 fermetrum) á hæðinni eru tvö baðherbergi, annað inn af hjónaherbergi og hitt á gangi. Ásett verð eru tæpar 120 milljónir króna.

Marta María og Páll stoppuðu stutt við á þessu fallega heimili en þau fjárfestu í Lautarveginum sumarið 2019. Þau kynntust árið 2015 en bjuggu lengi vel hvort á sínum staðnum. Þau settu bæði heimili sín á sölu árið 2019. Raðhús Páls í Hólmatúni á Álftanesi var sett á tæpar 70 milljónir króna og raðhús Mörtu í Ljósalandi á 85 milljónir.

Heimilið er litríkt og smart.Frá stofunni er hægt að ganga út á hellulagða verönd
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými sem er bjart og fallegt.
Stofan er hugguleg.
Íbúðin er með sérsmíðuðum innréttingum frá Brúnás.
Ljósmynd/ Fasteignasalan Lind
Hér má sjást glitta í skemmtilegt málverk af Mörtu sjálfri.
Ljósmynd/ Fasteignasalan Lind
Hjónaherbergið er bjart og fallegt. Louis Poulsen ljósið kemur skemmtilega út.
Ljósmynd/ Fasteignasalan Lind
Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni og fataskápur er í öllum herbergjum.
Frá svefnherberginu er baðherbergi með fallegri innréttingu, sturtu, handklæðaofni, upphengdu salerni og glugga.
Ljósmynd/ Fasteignasalan Lind
Úti og Inni arkitektar hönnuðu húsið.
Ljósmynd/Fasteignasalan Lind