Marta María Jónasdóttir, oft kennd við Smartland og Páll Winkel, hafa sett heimilið sitt í Fossvoginum á sölu.
Um er að ræða glæsilega hæð með sérinngangi og bílskúr, ásamt aukaíbúð í þríbýli við Lautarveg í Fossvogi.
Dægurmáladrottningin, Marta María, er þekkt fyrir að hafa góðan smekk og sést það bersýnilega á myndunum. Eignin er alls 230 fermetrar, hæðin sjálf er 165,7 fm(með bílskúr 30 fermetrum) á hæðinni eru tvö baðherbergi, annað inn af hjónaherbergi og hitt á gangi. Ásett verð eru tæpar 120 milljónir króna.
Marta María og Páll stoppuðu stutt við á þessu fallega heimili en þau fjárfestu í Lautarveginum sumarið 2019. Þau kynntust árið 2015 en bjuggu lengi vel hvort á sínum staðnum. Þau settu bæði heimili sín á sölu árið 2019. Raðhús Páls í Hólmatúni á Álftanesi var sett á tæpar 70 milljónir króna og raðhús Mörtu í Ljósalandi á 85 milljónir.








